frétt

Kleinudagurinn mikli í Ási

„Kleinudagurinn mikli“ var haldin í Vesturási mánudaginn 16. april síðastliðinn. Þangað mættu galvaskir heimilismenn og hófust handa við að fletja út deig, snúa og steikja og óhætt er að segja að það hafi verið handagangur í öskjunni. Sumir heimilismenn höfðu meira segja orð á því að næst skyldi bakað að minnsta kosti  helmingi meira. Kleinurnar voru síðan seldar á opnu húsi í Vesturási á síðasta vetrardegi og seldust upp á örskammri stund. Svanur Þorsteinsson, hjólari úr Kópavogi, mætti með hjólið úr Mörk og bauð bæjarstjóra Hveragerðis, Aldísi Hafsteinsdóttur og bróður hennar Valdimar Hafsteinssyni, forstjóra Kjörís, í prufuferð á hjólinu góða.

 

 


Myndir með frétt