frétt

Margir skókassar frá Ási

Það var hress hópur heimiliskvenna ásamt starfsfólki Iðjuþjálfunar sem lagði leið sína nýlega á Selfoss  til að afhenda  framlag Áss  til verkefnisins “Jól í skókassa”. Þetta er í fyrsta skipti sem heimilið tekur þátt í þessu verkefni og það er ekki laust við að þátttakendurnir  séu nokkuð stoltir yfir framlaginu.