Þorramaturinn sló í gegn 26.01.2019 10:58 FréttirÞað má með sanni segja að þorrahlaðborðið í Ási sé glæsilegt en í gær var þorrablót á heimilinu. Bæði starfsfólk og heimilisfólk gæddi sér á hrútspungum og bringukollum og dásamaði matinn hjá Eyjólfi kokki og hans starfsfólki.