frétt

Færði heimilinu hárþurrku að gjöf

 Guðrún Erna Sæmundsdóttir flutti nýlega í Ás. Eitthvað barst í tal á milli hennar og Perlu, sem er starfsmaður í Ási, að það vantaði hárþurrku á heimilið.  Guðrún sagðist eiga eina sem mamma hennar hefði fengið á milli 1935 og 1937 og  vildi endilega gefa hana í Ás. þá gæti hún haldið áfram að nota hana. Hún lítur út eins og ný og var í upprunalegum umbúðum þegar hún kom hingað til okkar.  Guðrúnu Ernu eru færðar bestu þakkir fyrir þennan kostagrip.