frétt

Alþjóðleg Eden viðurkenning í hús

Í síðustu viku hlaut Ás alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili. Það var Rannveig Guðnadóttir, verkefnisstjóri Eden á Íslandi, sem veitti Guðbrandi Valdimarssyni heimilismanni vðurkenninguna. Gísli Páll Pálsson, forstjóri í Ási og Birna Sif Atladóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, fluttu ávörp af þessu tilefni og Magnús Þór Sigmundsson söng nokkur lög. Þá lék Aðalheiður Guðjónsdóttir á fiðlu, börn frá leikskólanum Undralandi kættu alla með nærveru sinni og tveir nemendur sem hafa í vetur æft sig í upplestri í Ási komu og fluttu ljóð. Að lokum voru bornar fram glæsilegar veitingar sem yfirmatreiðslumaðurinn Eyjólfur Kolbeinsson hafði veg og vanda að ásamt sínu starfsfólki í eldhúsinu.

 


Myndir með frétt