frétt

Sjöundu bekkingar og heimilisfólk settu saman niður kartöflurnar

Hefð hefur skapast fyrir því að á vorin komi sjöundu bekkingar grunnskólans í Hveragerði og aðstoði heimilisfólk í Bæjarási við að setja niður kartöflur. Svo var einnig að þessu sinni. Eftir púlið buðu heimilismenn að venju upp á grillaðar pylsur með tilheyrandi. Veðrið spillti nú ekki fyrir, bongóblíða og skemmtileg heit. Takk fyrir frábæra heimsókn sjöundu bekkingar.

Myndir með frétt