frétt

Starfsfólk Grundar og Markar heimsótti Ás og öfugt

Fyrir skömmu fóru starfsmenn Grundar og Markar í heimsókn í Ás til að kynna sér starfsemina þar. Birna Sif Atladóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri fór með gestina um svæðið og fræddi um lífið í Ási og síðan var kíkt í þvottahúsið þar sem Gísli Páll Pálsson forstjóri leiddi fólk í allan sannleika um starfið þar. Að lokum bauð Eyjólfur Kristinn Kolbeins matreiðslumeistari upp á veitingar með bresku ívafi. Nokkrum dögum seinna var hlutunum svo snúið við, starfsfólkið úr Ási fór í Mörk og á Grund. Þá gæddi starfsfólk Áss sér á veitingum í Mörk sem snillingarnir þar í eldhúsinu töfruðu fram.  Það má svo ekki gleyma því að það var hann Kristinn Ómarsson starfsmaður Grundar sem ók rútunum fram og til baka. 


Myndir með frétt