Fréttir

Kæru aðstandendur

Hér gengur allt vel og heimilismenn flestir við góða heilsu. Enn hefur enginn veikst af Covid-19 og vonum við að það haldist þannig sem lengst. Við höfum gert ýmsar ráðstafanir til að minnka líkur á smiti og er heimsóknarbannið umrædda bara einn liður í því. Mig langar þó að ítreka við ykkur að heimsóknarbannið á við um allar heimiliseiningar okkar, ekki bara á hjúkrunarheimilinu og í Bæjarási heldur líka í Ási og Ásbyrgi. Mig langar einnig að nefna við ykkur að ef þið þurfið eða viljið færa heimilismönnum eitthvað þá má koma með það, vera í sambandi við deildarstjóra og hægt er að skilja það eftir í anddyri hjúkrunarheimilis til dæmis.... lesa meira


Heimsóknarbann

Í framhaldi af yfirlýsingu Almannavarna um neyðarstig vegna COVID-19 veirunnar er í gildi heimsóknarbann í Ási frá kl. 17.00 í dag 6. mars 2020. Við bendum ykkur á að hringja á viðkomandi heimili/dvalarstað og fá upplýsingar um ykkar aðstandanda eða samband við hann. Gangi okkur vel ... lesa meira