Fréttir
Gáfu heimilinu spjaldtölvur

Þórunn Sigurðardóttir og Rósa Huld Sigurðardóttir komu heldur betur færandi hendi fyrir hönd Lionsklúbbsins Eden í Hveragerði. Færðu þær heimilinu að gjöf 4 spjaldtölvur og 4 heyrnartól sem munu svo sannarlega nýtast heimilisfólki vel, sérstaklega nú á tímum þegar svo miklu skiptir að geta séð ættingja og vini í mynd þegar hringt er í þá. Það var Birna Sif Atladóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í Ási sem tók við gjöfinni fyrir hönd heimilisins. Kærar þakkir Lionsklúbburinn Eden Hveragerði.... lesa meiraGóðan daginn kæru aðstandendur

Nú erum við að ljúka enn einni vikunni við þessar óvenjulegu aðstæður. Það er ekki annað hægt en að dást að því hvað heimilisfólk, starfsfólk og þið aðstandendur standið saman á þessari vegferð. Það er mín tilfinning undanfarna daga að fólk hafi þjappast meira saman þó svo að allir séu auðvitað að reyna að halda ákveðinni landfræðilegri fjarlægð sín á milli. ... lesa meira