Fréttir


Kæru aðstandendur

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir ótrúlegan skilning og samstarfsvilja á þessum óvenjulegu tímum. Héðan er allt gott að frétta, flestir við góða heilsu og sem betur fer enginn heimilismaður smitast af Covid 19 ennþá.... lesa meiraVið getum þetta saman

Undanfarnar vikur hafa verið skrýtnar. Samkomubann, það fyrsta í rúmlega öld, hrun í ferðaþjónustu, lokun landamæra víðs vegar um heiminn svo fátt eitt sé nefnt. Við á Grundarheimilunum höfum verið að undirbúa okkur við að fá smit inn á heimilin þrjú. Bæði varðandi heimilismenn og starfsmenn. Við höfum skipt upp vöktum í eldhúsum og þvottahúsi meðal annars, en slík skipting er erfiðari í almennri umönnun. Mikil skipulagsvinna hefur farið fram og undirbúningur eins langt og hann nær í því óvissuástandi sem ríkir í samfélaginu. ... lesa meira


Endilega nýta samskiptamöguleika sem fyrir hendi eru

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda heimilismenn gagnvart Covid 19 og einn liður í því er heimsóknarbannið sem nú er í gildi. Við vitum hversu erfitt það er fyrir aðstandendur að geta ekki hitt fólkið sitt en sem betur fer er hægt að nýta fjölbreytta samskiptamöguleika á meðan á þessu stendur. Hafi aðstandendur tök á að útvega heimilisfólki ipad eða snjallsíma þá er hægt hringja í gegnum nokkur öpp eins og facetime, whatsapp eða messenger og spjalla saman í mynd, sjá jafnvel barnabörnin líka og barnabarnabörnin. Starfsfólk mun eftir fremsta megni aðstoða heimilisfólk við að taka á móti slíkum samtölum og einnig aðstoða heimilisfólk við að hringja í sitt fólk. ... lesa meira


Sérrí og Sæmundur í sparifötunum

Það er nokkuð kátt yfir heimilisfólki og starfsfólki í dag þrátt fyrir skrítið andrúmsloft sem er þessa dagana alls staðar í heiminum. Hér er heimilisfólkið í Bæjarási að skála í sérrí og hvað nema "Sæmundur í sparifötunum" sem er svo maulaður með. Heimilisfólkið biður auðvitað að heilsa með þeim skilaboðum að ekki væsi um það.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Hér gengur allt vel og heimilismenn flestir við góða heilsu. Enn hefur enginn veikst af Covid-19 og vonum við að það haldist þannig sem lengst. Við höfum gert ýmsar ráðstafanir til að minnka líkur á smiti og er heimsóknarbannið umrædda bara einn liður í því. Mig langar þó að ítreka við ykkur að heimsóknarbannið á við um allar heimiliseiningar okkar, ekki bara á hjúkrunarheimilinu og í Bæjarási heldur líka í Ási og Ásbyrgi. Mig langar einnig að nefna við ykkur að ef þið þurfið eða viljið færa heimilismönnum eitthvað þá má koma með það, vera í sambandi við deildarstjóra og hægt er að skilja það eftir í anddyri hjúkrunarheimilis til dæmis.... lesa meira


Heimsóknarbann

Í framhaldi af yfirlýsingu Almannavarna um neyðarstig vegna COVID-19 veirunnar er í gildi heimsóknarbann í Ási frá kl. 17.00 í dag 6. mars 2020. Við bendum ykkur á að hringja á viðkomandi heimili/dvalarstað og fá upplýsingar um ykkar aðstandanda eða samband við hann. Gangi okkur vel ... lesa meira