Stólaleikfimin nýtur vinsælda á Grund og hér eru það heimilismenn á Vegamótum sem kasta blöðru á milli sín og njóta augnabliksins. Við mætum helginni með bros á vör ...
lesa meira
Það var ljúft andrúmsloftið á Grund í morgun og starfsfólk að leggja sig fram um að gera hátíðlegt fyrir páskamáltíðina. Þessar myndir voru teknar á Vegamótum hér á Grund. Í dag verður svo boðið upp á dýrindis rjómatertu með kaffinu. Gleðilega páska...
lesa meira
Það hefur ýmislegt komið útúr Covid, m.a. ný hársnyrtistofa á Grund. Þegar þurfti að hólfaskipta heimilinu var útbúin aðstaða í vesturhúsi Grundar og hún hefur reynst svo vel að hún er bara komin til að vera. Hér er hún Þórdís með Aðalbjörgu og Maren Kristínu í lagningu....
lesa meira
Jónína Bergmann hlaut 1. vinning í páskabingói í austurhúsi Grundar fyrr í vikunni. Henni fannst eggið alltof stórt fyrir sig en Ingibjörg Magnúsdóttir var svo glöð fyrir hönd Jónínu að hún lyfti egginu hátt á loft. Þeir sem ekki fengu páskaeggjavinning fengu engu að síður lítið málsháttaregg.
Sívinsæli Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og heimilismenn tóku vel undir sönginn....
lesa meira
Salome Guðmundsdóttir söngkona og veflistakona kom færandi hendi á Grund á dögunum. Hún gaf V2 afar fallegt handofið sjal og blóm til minningar um söngkennara sinn Guðmundu Elíasdóttur sem bjó á V-2 sín síðustu æviár. Hún lést árið 2015. Á myndinni er Sigrún Faulk, framkvæmdastjóri hjúkrunar, að taka við gjöfinni frá Salome....
lesa meira
Ekki voru upplífgandi fréttirnar í gær með aukningu smita í samfélaginu og verðum við að bregðast við. Við minnum á að halda sig heima finni fólk fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til Covid smits og fara í sýnatöku. Auðvitað gildir það sama ef fólk er í sóttkví.
Heimilisfólk hefur langflest verið fullbólusett, þó ekki allir og starfsfólk fengið fyrstu bólusetningu en einstaklingar sem eru ekki fullbólusettir geta fengið veiruna og borið hana á milli og verðum við áfram að fara varlega.
Heimsóknartakmarkanir eru eftirfarandi:
*Hjúkrunarheimilinu verður læst þannig að hringja þarf bjöllu til að komast inn. Tilkynna þarf hvern er verið að heimsækja og á Minni og Litlu Grund verður dyravörður og heimsóknir skráðar einsog áður var.
*Óbreyttur heimsóknartími verður eða frá kl.. 13-18
*Einungis 2 gestir mega koma yfir daginn til heimilismanna, þeir mega koma saman eða í sitthvoru lagi. Við gerum ráð fyrir að einungis nánustu aðstandendur komi í heimsókn.
*Börn yngri en 18 ára mega EKKI koma í heimsókn.
*Heimsóknargestir skulu vera með maska, spritta hendur við komu og fara beint inn á herbergi heimilismanns.
*Fara skal styðstu leið inn og út af heimilinu og ekki staldra við til að ræða við starfsfólk. Það skal gert símleiðis.
*Heimsóknargestum er óheimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum, eins og setustofum.
*Áfram er heimilt að bjóða heimilismönnum út t.d. í bíltúra en gæta þarft að fjöldatakmörkunum samfélagsins (10 manns) og forðast mannmarga staði. Virða þarf grímuskyldu utan heimilisins.
*Ef heimilsmaður hefur farið út þarf hann að þvo hendur og spritta sig þegar hann kemur inn aftur á heimilið.
*Við hvetjum fólk til að fara út í göngutúra og njóta útiverunnar.
Gætum að persónubundnum sóttvörunum og saman komumst við í gegnum þetta eins og áður
Mússa...
lesa meira
Það mátti heyra saumnál detta þegar leið á bingóspilið um aðalvinninginn í páskabingóinu á Litlu og Minni Grund sem haldið var nú í vikunni....
lesa meira
Hvað er notalegra en setjast niður í góðum félagsskap, fá heita bakstra á axlir, hita á hendur og hlusta á fallegt ljóð eða lygna aftur augum og láta hugann reika. Það er nákvæmlega það sem heimiliskonurnar á Grund, Elín Sigríður, Sigurlaug og Þorbjörg Rafnar gerðu, einn morguninn fyrir skömmu....
lesa meira
Það var ánægjuleg stund þegar allur Grundarkórinn kom saman á æfingu í vikunni en hann hefur ekki hist saman í ár vegna Covid. Kórnum hefur verið skipt niður eftir svokölluðum sóttvarnarhólfum og þeir æft saman sem búa nálægt hver öðrum. Sannkölluð gleðistund....
lesa meira
Rósabingó. Hversu skemmtilegt. Það er nákvæmlega það sem þær Valdís og Þórhalla hafa verið að bjóða uppá víðsvegar um Grundina undanfarið. Ilmandi rós í verðlaun þegar maður kallar bingó. Til að toppa stundina hefur Nonni nikka, eins og við köllum hann Jón Ólaf hér á Grund, verið nálægt, með sína ljúfu nærveru og þanið nikkuna við söng heimilisfólksins. Það var svo auðvitað sungið um rósir... nema hvað....
lesa meira