Áslaug Arngrímsdóttir og Margrét Hermannsdóttir voru í óðaönn að búa til kúlur úr súkkulaðibitadeigi

 Nú fer að líða að þrettándanum og jólin senn að enda. Það var gaman að sjá hve margir lögðu leið sína hingað í Ás í desember til að gleðja heimilisfólkið okkar.  Í vikunum fyrir jól var gestkvæmt hjá okkur og var það einstaklega skemmtilegt.  Til að mynda voru litlu jólin haldin í vinnustofunni með æskulýðsfulltrúa heimilisins, börn frá Tónlistaskóla Árnesinga spiluðu á hljóðfæri á hjúkrunardeildinni. 

 

þegar Sr. Pétur mætir þá þýðir lítið annað en að bjóða upp á eina klassíska rjómatertu.

Þær Ingibjörg Ólafsdóttir og Jóhanna Hannesdóttir léku fjórhent fallegt lag.