Jólin voru kvödd hér í Ási með jólaballi þar sem sungin voru jólalög og gengið kring um jólatré.  Jólasveinar sem voru á heimleið til fjalla gáfu sér tíma og kíktu í heimsókn til að syngja, dansa  og gefa sælgætispoka.  Á eftir var öllum boðið í heitt súkkulaði og smákökur.