Þórunn Steinarsdóttir og Þorsteinn Magnason púsluðu skemmtilega

Það voru margir sem lögðu leið sína í vígslu nýrrar aðstöðu fyrir iðjuþjálfun nýverið.  Iðjuþjálfunin hefur fengið varanlega aðstöðu í Vesturási og verður opin tvo daga í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum eftir hádegi.  Höfðað er til þeirra sem ekki hafa getað nýtt sér vinnustofu heimilisins hingað til.  Í iðjuþjálfuninni er hægt að stunda hverja þá iðju sem hverjum og einum dettur í hug, hvort sem er að lesa, púsla, lita,  ja eða bara spjalla.  

Ása Snæbjörndóttir og Grétar Halldórsson ræddu saman um daginn og veginn
Guðrún Anna Jóhannesdóttir tók prjónana sína með