Ástríður Hjartardóttir og Ólöf Fríða Gísladóttir saumuðu út á meðan Elísabet Þorgeirsdóttir prjónaði.

Það er gaman að sjá hvað nýja aðstaða iðjuþjálfunarinnar er að slá í gegn hjá heimilisfólkinu.  Í dag voru til að mynda rúmlega 20 manns mættir, til dæmis til að lita, prjóna, lesa, smyrna eða bara til að tala um  daginn og veginn.  Svo spillir ekki fyrir að alltaf er boðið er upp á kaffi, kakó og gómsætt kaffibrauð áður en haldið er heim á leið aftur.

Sverrir Gunnarsson var að skera út, að hann minnti tíundu klukkuna.