Í nýliðinni viku bauð Ás heimilisfólkinu upp á sýningu sem leikhópurinn Snúður og Snælda stendur fyrir.   Þetta er stórskemmtileg leik- og söngdagskrá sem  kallast „Brostu í dag“   Dagskráin samanstendur af söng, gamanvísum, stuttum leikþáttum, dansi og ljóðalestri.   Eins og sjá má á þessum myndum fór leikhópurinn á kostum og ekki annað að sjá en heimilisfólkið hafi skemmt sér konunglega.