Þeir félagar, Árni Vikar Sigurðsson og Hrafnkell Barkarson, segja að þeir séu heppnir að mega koma í heimsókn hingað í Ás, á vinnustað móður Árna Vikars. Í einni heimsókninni hittu þeir á Sverri Gunnarsson þar sem hann sat við útskurð og vakti það áhuga hjá þeim. Sverrir er mikill listamaður og er lipur með hnífinn. Hann leyfði litlu félögunum aðeins að prófa að skera út og það fannst þeim ekki leiðinlegt. Hér á myndinni er það eiginkona Sverris, hún Ólöf Fríða Gísladóttir, sem sýnir þeim hest sem Sverrir skar einu sinni út.