Heimilisfólkið skellti sér í heimsókn til Reykjavíkur nýverið til að skoða sýningu á íslenskum þjóðlífsmyndum eftir Sigríði Kjaran, en sýningin var haldin á hjúkrunarheimilinu Mörk. Gísli Sigurbjörnsson, fyrrum forstjóri Grundar, keypti drjúgan hluta sýningar sem sett var upphaflega upp  í Þjóðminjasafni Íslands árið 1990 - 1991. Listaverkin sem eru sextán talsins endurspegla íslenskt þjóðlíf á árum áður. Brúðurnar eru í íslenskum búningum og sýna fólk við hversdagsleg störf í borg og sveit. Sigríður, sem nú er látin, sagði um brúður sínar: „Tilgangur minn er sá, að tryggja að vinnubrögð og andi hins liðna gleymist ekki yngri kynslóðum, heldur geti þær í gegnum brúðurnar séð hvernig lifnaðarhættir forfeðra þeirra voru."