Í tilefni 70 ára afmælis Hveragerðisbæjar, bauð Hljómlistafélag Hveragerðis Hvergerðingum upp á frábæran afmælisglaðning. Það var tónlistamaðurinn KK og heimsótti hann meðal annars leikskólana í bænum auk þess sem hann heimsótti okkur hér í Ási. Það var fjölmennt á tónleikunum og góð stemning í salnum þegar KK lék á gítarinn  og  söng lögin sín.  Það var greinilegt að margir hverjir könnuðust við lögin ekki síður en við tónlistamanninn sjálfan.