Þó svo að ekki hafi sést til sólar í gær þá fann maður ylinn af henni i gegnum skýin. Heimilisfólkið í Bæjarási naut veðurblíðunnar og skellti sér, ásamt starfsfólki, á kaffihúsið hjá Skyrgerðinni, sem er í næsta nágrenni við heimilið. Flestir fengu sér nýbakaðar vöfflur sem runnu ljúflega niður með dásamlegum kaffibolla. Bestu þakkir tilSkyrgerðarinnarfyrir hlýjar móttökur.