Þið sem hafið fylgst með fréttunum hér á síðunni muna kannski eftir þegar Hnoðri, heimiliskötturinn í Bæjarási, fór í heimsókn til dýralæknisins.  Hnoðri er norskur skógarköttur, en eitt af því sem einkennir þessa kattategund er mjög loðinn feldur.  Í heimsókninni á dýraspítalann þurfti að raka feldinn af Hnoðra og það líkaði honum ekki, sem er skiljanlegt.  Þessi mynd náðist af Hnoðra nokkru seinna, en þennan dag var ákveðið að viðra nokkrar sængur í góða veðrinu.  Í einni vindhviðunni rann ein sænganna niður á stéttina og var Hnoðri fljótur að nota tækifærið og hreiðraði vel um sig.