Jóna Lilja Marteinsdóttir og Ástríður Hjartardóttir tylltu sér augnablik og sóluðu sig.

Lífið er svo miklu skemmtilegra þegar sólin skín og maður finnur hlýjuna í loftinu, manni langar helst að gera allt. Þá er til dæmis tilvalið að taka sér kylfu í hönd og pútta. Góðviðrið undanfarið hefur verið kjörið til að stunda útivist og ekki er verra að gera það í góðra vina hópi.