Guðbjörg með stórfjölskyldunni.

Það var aldeildis merkilegur dagur hjá okkur í Ási nýlegar þegar Guðbjörg Runólfsdóttir hélt  upp á 100 ára afmælið sitt með börnum sínum og nánustu fjölskyldu. Það var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta í afmælið og fagna með henni. Virkilega fallegur og góður dagur.   Í tilefni dagsins færði Guðbjörg heimilinu gjafabréf sem þakklætisvott fyrir góða umönnun og alúð  og eru henni færðar kærar þakkir fyrir.

Guðbjörg er fædd 28. júlí árið 1916 á Dýrfinnustöðum í Skagafirði og átti hún 12 systkini og 2 fóstur systkin. Hún fluttist til Reykjavíkur i kring um 1940, en bjó lengst af í Auðsholti í Ölfusi.   Guðbjörg eignaðist átta börn með eiginmanni sínum, Gísla Hannessyni (f. 1917, d. 1972).

Hér er ljóð sem Guðbjörg orti og er það birt með góðfúslegu leyfi.

Ævin leið sem elfarstraumur.

Okkur senn að ströndu ber.

Hann er eins og  dreymdur draumur.

Dagurinn sem liðinn er.

Systkinin fagna með móður sinni og systur Guðbjargar eru einnig á myndinni.
Gjafabréf sem Guðbjörg færði heimilinu á þessum tímamótum.