Heimilisfólk í Bæjarási notaði veðurblíðuna í síðustu viku  og tíndi rifsber af runna sem vex við heimilið.  Þarna er aldeilis góð samvinna á ferð.  Það var tínt, hreinsað, soðið og loks sett á krukkur. Síðan var hratið soðið á ný og búin til saft sem verður notuð út á grauta.