Magnús Thorberg Guðmundsson, Helga Ásgrímsdóttir og Unnur Baldursdóttir létu sig ekki vanta.

Það voru kátir ferðalangar sem fóru í sumarferðina, en í ár var Mosfellsbær grandskoðaður. Ekið var framhjá nýja fangelsinu á Hólmsheiði og um Hafravatnsleið inn í Mosfellsbæ og í gegnum Álafoss-kvosina. Kaffisamsæti var í Hlégarði og tóku tvær elskulegar stúlkur á móti ferðalöngunum sem buðu þær upp á dýrindis kaffibrauð og tertur.  Í bakaleiðinni var keyrt um Norðlingaholtið enda margir í hópnum sem höfðu aldei komið inn í hverfið.

Berglind Sigurðardóttir og Fjóla Ólafsdóttir skelltu sér með.
Ferðalangarnir voru heppnir með veður, en þessi dagur var mildur og bjartur