Hér má sjá hluta þeirra sem fengu starfsviðurkennigar í ár

Það er alltaf mikil gleðistund þegar starfsmannakaffið er haldið.  Í starfsmannakaffinu eru veittar viðurkenningar til þeirra sem hafa unnið í fimm ár og lengur.  Í ár voru tuttugu starfsmenn sem fengu viðurkenningar sem gera alls 215 starfsár.  Framkvæmdastjóri heimilisins, Júlíus Rafnsson, hélt tölu og fór yfir það sem gerst hafði á árinu.  Að henni lokinni vatt hann sér í viðurkenningarnar og þakkaði starfsfólki fyrir árin og fyrir hollustuna í garð heimilisins. Í ár voru sex manns sem fengu viðurkenningu fyrir 5 ár, átta manns fyrir 10 ár, fjórir fyrir 15 ár, einn fyrir 20 ár og ein fyrir 25 ár.  Eftir að viðurkenningarnar höfðu verið afhentar var spilað bingó og voru margir kræsilegir vinningar í boði fyrir þá höfðu heppnina með sér.  Að vanda svignaði veisluborðið undan veitingum sem starfsfólk eldhússins hafði töfrað fram og rann góðgætið ljúft niður í gesti.

Hér má sjá hluta þeirra sem fengu starfsviðurkennigar í ár
Eldhúsið í Ási hafði útbúið dýrindis krásir.
Spilað var bingó og vinningar ekki af verri endanum.