Á hjúkrunarheimilinu var nýverið spilað jólabingó og voru margir fallegir vinningar í boði fyrir þá heppnu.  Hún Kristín Björg Pétursdóttir hafði heldur betur heppnina við með sér og var greinilega með lukkuspjald, því að eftir tvær umferðir hafði hún nælt sér í tvo vinninga. Sr. Pétur kom í heimsókn með gítarinn sinn og söng fyrir heimilisfólkið.