Stúlknastrengjasveitin lék nokkur falleg jólalög en sveitina skipa Ólöf Rán Pétursdóttir og systurnar Aðalheiður og Sólveig Guðjónsdætur.

Í Bæjarási var aldeilis jólaleg dagskra fyrir skömmu.  Gísli Garðarsson reið á vaðið og las jólasögur fyrir heimilisfólk og gesti. Því næst lék strengjasveit nokkur jólalög,  en hana skipuðu þær Aðalheiður og Sólveig Guðjónsdætur og Ólöf Rán Pétursdóttir.  Ólöf Rán söng síðan ásamt systur sinni, henni Erlu Rut,  nokkur hugljúf  jólalög. Eftir þessa hugljúfu stund var boðið upp á heitt súkkulaði, vöfflur með rjóma og dásemdar jólabakkelsi.   

Hnoðri dáist að jólaljósunum í Bæjarási
Systurnar og söngfuglarnir, þær Erla Rut og Ólöf Rán sungu hugljúf jólalög