Það var fallegur og hátíðlegur söngur sem ómaði á hjúkrunarheimlinu nú fyrir skömmu. Það voru  börn úr 5. bekk grunnskólans í Hveragerði sem komin voru  í heimsókn til að flytja helgileik fyrir heimilismenn.  Það var greinilegt að þau voru búin að æfa sig mikið, því flutningurinn var frábær. Þúsund þakkir fyrir heimsóknina.