Það er vel tekið á móti manni við í innganginum á hjúkrunarheiminu.  Búið er að skreyta anddyrið svo skemmtilega, en jólaglugginn var afhjúpaður þar siðastliðinn sunnudag. Jólaglugginn er hluti af jóladagatali Hveragerðisbæjar og var opnaður formlega þann 22. desember síðastliðinn. Það eru Eðvarð Guðmundsson og Einar Þór Jónsson heimilismenn sem eiga heiðurinn að jólaglugganum í ár ásamt Vigni Bjarnasyni smið og Fanneyju B. Karlsdóttur iðjuþjálfa