Garðyrkjusnillingurinn okkar hann Pétur Reynisson  hér í Ási er að leggja drög að skynjunargarði svokölluðum  þar sem lykt, heyrn og sjón fær áreiti. Þeir sem koma í garðinn finna ilminn  frá rósunum og öðrum blómum og eiga þess kost að dást að litadýrðinni sem þar mun verða. Þá ætlar Pétur að gefa Ási gosbrunn svo niðurinn af honum fer ekki framhjá neinum og verður  eflaust afskaplega róandi og notalegur. Gestir munu því nýta bæði lykt, heyrn og sjón þegar þeir koma og njóta þess að sitja í þessum dásemdar garði sem að öllum líkindum verður kominn vel á veg næsta sunar.