Þegar svona þungt er yfir og drungalegt er fátt betra en að gera vel við sig og láta sér líða vel. Það var einmitt það sem þessar dugnaðar konur á hjúkrunarheimilinu gerðu. Þær gerðu sér lítið fyrir, slógu í vöffludeig og tylltu sér við járnin og bökuðu fyrir heimilisfólkið og starfsmenn. Þetta var akkúrat það sem vantaði til að gleyma rigningunni, heit vaffla með rjóma og sultu.