Ýmislegt er gert til afþreyingar í Ási. Bingókvöld eru haldin að vetrinum til, boðið er upp á félagsvist og stundum er stiginn dans og boðið upp á söngskemmtanir. Þá hefur sérstök kvöldvökunefnd tekið til starfa sem undirbýr kvöldvökur yfir vetrartímann.