Markmið iðjuþjálfunar er að viðhalda getu og auka færni íbúa við iðju með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun.  Hverjum og einum er mikilvægt að stunda iðju sem hann hefur áhuga á og hefur það jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan.

Lögð er áhersla á að efla sjálfshjálp íbúa við eigin umsjá og skapa þeim tækifæri til að takast á við verk- og viðfangsefni sem vekja áhuga og veita gleði og lífsfyllingu.

Iðjuþjþálfi sinnir bæði einstaklingum og hópum og vinnur að því að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan. Í boði eru sér úrræði fyrir fólk með heilabilun þar sem unnið er nánar með sálfélgslega nálgun. (Lífsneistinn)

 Iðjuþjálfi heimilisins er Fanney Björg Karlsdóttir.