Hjúkrun

Hjúkrun

Í Ási starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og aðstoðarfólk við hjúkrun og umönnun heimilismanna allan sólarhringinn. Markmið hjúkrunar er að veita gæðahjúkrun í heimilislegu umhverfi og að mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur. Áhersla er á að líkna og hjúkra einstaklingunum með umhyggju og vellíðan að leiðarljósi og að efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur heimilismanna. Hjúkrunarframkvæmdastjóri er Birna Sif Atladóttir.