Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfun

Markmið iðjuþjálfunar er að viðhalda og bæta líkamlega, félagslega og vitsmunalega getu íbúa með markvissri íhlutun. Lögð er áhersla á að efla sjálfshjálp íbúa við eigin umsjá og að skapa þeim tækifæri til að takast á við verk og viðfangsefni sem vekja áhuga og veita gleði og lífsfyllingu. Boðið er upp á þjálfun á færni til iðju á einstaklingsbundinn hátt, þannig að samspil sé milli íbúans, iðjunnar og umhverfisins.

Iðjuþjálfi metur færni einstaklingsins í athöfnum daglegs lífs með tilliti til aukinnar sjálfsbjargargetu.  Upplýsir og fræðir starfsfólk um mikilvægi þess að viðhalda færni og gefa einstaklingnum tækifæri til að framkvæma verkin  sjálfur og að hann  hald í hlutverk sín.

Iðjuþjálfi hefur yfirumsjón með  hópastarfi – Heldur utan um  og skipuleggur á hverskyns hópastarf ,með aðstoðarfólki iðjuþjálfa, þar sem markmiðið er að viðhalda færni, auka virkni, auka úthald, auka félagslega samveru í hvetjandi umhverfi.

Einstaklingsmeðferð sem og hóp-tómstundaiðja er í boði í Vinnustofu Ásbyrgi, á Hjúkrunardeild og í Iðjuþjálfun Vesturás. 

Vinnustofan að Frumskógum 6b er opin daglega frá klukkan 13:00 til 16:00. Þar er boðið upp á allskyns verkefni, s.s. taumálun, útsaum, útskurð, leirlist og fleira. Heimilismenn kaupa sjálfir efni í þá hluti sem þeir óska að vinna með. við vinnustofuna er smíðaverkstæði þar sem öll nauðsynleg tæki og tól eru til að smíða. Umsjónarkonur vinnustofunnar eru Guðmunda Guðmundsdóttir og Þórdís Öfjörð. 

 Iðjuþjálfi Áss er Fanney Björg Karlsdóttir.