Læknisþjónusta

Læknisþjónusta

Yfirlæknir heimilisins, Marianne B. Nielsen, sér um alla læknisþjónustu við heimilismenn þeim að kostnaðarlausu. Læknir heimilisins vísar áfram til sérfræðilækna sé þess þörf. Öll lyf eru greidd af heimilinu.
Læknirinn er í Ási á miðvikudögum til viðtals milli kl. 10 og 12, en þess á milli alltaf á bakvakt.
Geðlæknir Landsspítala háskólasjúkrahúss sinnir skjólstæðingum sínum í Ási.