Matur

Matur

Allur matur heimilisfólks er eldaður í Ási og matseðlar eru skipulagðir með manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar í huga. Reynt er ennfremur að halda í gamlar hefðir og bjóða upp á þjóðlegan mat sem roskið fólk kann að meta en jafnframt fjölbreytta fæðu. Yfirmatreiðslumaður er Eyjólfur K. Kolbeins.