Samvera og spjall

Reglulega er blásið til samverustundar í setustofunni á þriðju hæð Grundar. Það er engin dagskrá, bara samvera. Sumir prjóna, aðrir lita eða mála, leysa krossgátur eða spjalla bara við sessunauta. Jón Ólafur mætir svo oft með nikkuna og tekur nokkur lög og oftar en ekki fer heimilisfólk að raula með þegar lögin eru kunnugleg. Virkilega notalegar samverustundir.